Vilja kalla Alþingi saman

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Johannesson

Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann geri tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem nú hafa birst í greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda og varða málefni Lindarhvols. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Miðflokkurinn sendi fjölmiðlum nú síðdegis. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, birti skýrsluna á vef flokksins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert