Öflugara en síðasta gos

Horft að gosstöðvunum úr þyrlu.
Horft að gosstöðvunum úr þyrlu. mbl.is/Sonja Sif

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að við fyrstu sýn sé gosið, sem hófst við Litla-Hrút síðdegis í dag, aflmeira til að byrja með en síðasta gos á Reykjanesskaga. Þetta teljist þó sem lítið gos. 

Þrjár sprungur hafa opnast og er sprungan við miðju sú minnsta. Mjög gróft mat á heildarlengd sprungnanna til samans er 200-500 metrar að hann telur. Hraun hefur runnið til norðurs og austurs.

Hann segir að lítið komi á óvart til að byrja með. Gos á þessum slóðum hafi verið líklegasta staðsetningin, enda kvika safnast þarna undir í þó nokkra daga. 

„Þetta er bara lítið og klassískt hraungos,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert