„Um nóttina fæ ég símtal frá félaga mínum“

Bergþór virðir fyr­ir sér mál­verkið Tox­ic Milk sem kall­ast á …
Bergþór virðir fyr­ir sér mál­verkið Tox­ic Milk sem kall­ast á við hið víðfræga mál­verk Kjar­vals, Fjallamjólk. mbl.is/Brynjólfur Löve

„Þetta var töluvert áfall. Ég var reyndar á Íslandi þegar að ég fékk fréttirnar af þessu,“ segir listamaðurinn Bergþór Morthens er hann rifjar upp í Hringferðarviðtali Morgunblaðsins þegar fregnir bárust af því að vinnustofa hans í Svíþjóð væri brunnin til kaldra kola í mars árið 2021.

Engan sakaði í brunanum en fjölmörg málverk Bergþórs, þar á meðal verk sem hann hafði unnið í meistaranámi sínu, glötuðust í eldinum.

„Um nóttina fæ ég símtal frá félaga mínum sem tilkynnti mér það að vinnustofan væri brunnin og allt farið,“ segir Bergþór.

Blaðamenn Morgunblaðsins sóttu vinnustofu Bergþórs heim í Tynesarhúsi á Siglufirði og tóku listamanninn tali. Hlýða má á allt viðtalið á mbl.is og öll­um helstu hlaðvarps­veit­um. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á þann tímapunkt er talið berst að brunanum í Gautaborg.

Mikil sprengjuhætta

Bergþór lauk mastersnámi í myndlist í Gautaborg árið 2015 og opnaði vinnustofu 2016 í stóru vöruhúsnæði í borginni. Fjórum árum síðar, þann 27. mars 2021, brýst út eldur í byggingunni sem varð fljótt alelda.

„Þeir í raun og veru tók ákvörðun um að vernda húsin í kring af því að í þessu sama húsnæði voru þeir að framleiða tjöru og eldurinn kemur upp þar. Það var náttúrulega mikil sprengjuhætta og eldsmatur þannig að í raun og veru var ekkert annað í stöðunni en að láta það brenna niður.“

Glötuðust mörg verk úr þínu höfundarverki í þessum bruna?

„Ja, í raun og veru allt frá 2013 til 2021.“

Verkin ný farin úr húsi

Það var þó lán í óláni að Bergþór hafði nýlega haldið sýningu í Gautaborg og seldust þar fjöldi verka úr hans smiðju.

„Sú sýning var að klárast í janúar og þetta gerist í mars. Sem betur fer seldi ég töluvert af verkum en þau höfðu komið aftur í vinnustofuna en ég var nýbúinn að senda þau í burtu frá mér áður en ég fer til Íslands.“

Hér má líta hluta þeirra verka sem príða vinnustofu Bergþórs …
Hér má líta hluta þeirra verka sem príða vinnustofu Bergþórs á Siglufirði. mbl.is/Brynjólfur Löve

Þetta reddast

Lítill tími gafst þó til að syrgja verkin sem urðu eldinum að bráð. Næstu sýningar voru á döfinni og þurfti listamaðurinn að hafa hraðar hendur.

„Maður tekur þetta alltaf á íslensku hörkunni, þetta reddast og heldur áfram einhvern veginn,“ segir Bergþór.

„Ég var strax að fara að taka þátt í samsýningu í Listasafninu á Akureyri og ég var með tvö verk sem áttu að fara á þessa sýningu sem brunnu. En sem betur fer var hið frábæra fólk sem vinnur á Listasafninu á Akureyri tilbúið að leyfa mér að vinna ný verk. Þannig ég þurfti eiginlega bara að fara í það verkefni – að leysa það. Svo skömmu eftir það var ég með aðra sýningu í Malmö þannig að þetta tímabil til þess að melta þetta einhvern veginn og meðtaka þetta hefur aldrei komið.“

Frelsishetjan til bjargar

En hvernig sækir maður innblástur á svona stuttum tíma?

„Það var rosa erfitt og þessi verk sem ég gerði þau vann ég á svölunum hjá okkur í íbúðinni okkar í Gautaborg.“

Bjargvætturinn í þessum krefjandi aðstæðum reyndist vera gömul þjóðhetja sem hefur fylgt Bergþóri frá árinu 2009, hann Jón Sigurðsson. Hefur listamaðurinn 

„Og það lá beinast við að byrja þar,“ segir Bergþór. „Ef ég er í einhverri krísu og ef það er eitthvað blokk í hugmyndavinnu þá einhvern veginn enda ég alltaf á Jóni.“

Jónarnir eru margir á vinnustofu Bergþórs og mis frýnilegir.
Jónarnir eru margir á vinnustofu Bergþórs og mis frýnilegir. mbl.is/Brynjólfur Löve
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert