Fugladauði um allt land í skoðun

Auðnutittlingur.
Auðnutittlingur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Matvælastofnun rannsakar nú fjölda ábendinga sem borist hafa um dauða auðnutittlinga undanfarið. Þóra J. Jónasdóttir sérgreinadýralæknir staðfestir að óeðlilega mikill fjöldi ábendinga hafi borist hvaðanæva af landinu. Hún kveðst ekki hafa tölur um fjölda dauðra fugla.

Við teljum ekki mjög líklegt að hér sé um fuglaflensu að ræða en munum auðvitað taka sýni til að skera úr hvort svo sé, segir Þóra. Á næstunni verði fuglar sendir í sýnatökur og krufningu til að komast nær mögulegum ástæðum þessa dauða, segir hún ennfremur. Þá þurfi að kanna hvort sömu ástæður liggi að baki í öllum tilvikum.

Margir leggja það í vana sinn að fóðra smáfugla á veturna og segir Þóra að það sé mögulegt að fugladauðinn kunni að tengjast allskonar smitum sem geta komið upp við fóðurstöðvar. Hún hvetur því til að fólk gæti fyllsta hreinlætis og dreifi matargjöfum sem mest á nýja staði.

Þóra segir að samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga HÍ hafi slík tilvik komið upp hér á landi áður á síðustu árum en það hafi ekki verið kannað sérstaklega þá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert