Höfðu á brott með sér verulega fjármuni

Þjófarnir voru á stolnum Toyota Yaris.
Þjófarnir voru á stolnum Toyota Yaris. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og höfðu á brott með sér verulega fjármuni.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þjófarnir hafi verið á dökkgráum Toyota Yaris, en á bifreiðinni voru tvær mismunandi númeraplötur, þ.e. NMA 87 að aftan og SLD 43 að framan en báðum þessum skráningarnúmerum hafði verið stolið af öðrum ökutækjum.

Lýst eftir bílnum í gær

Lýst var eftir bifreiðinni í gær, en hún er ófundin.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir bílsins, eða þjófana, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka