Lögskilnuðum fjölgað mikið

1.625 einstaklingar gengu frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni á síðasta …
1.625 einstaklingar gengu frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni á síðasta ári. AFP/Joe Raedle

Hjónaskilnuðum fjölgaði mikið á seinasta ári en á sama tímabili stofnuðu 4.870 einstaklingar til hjúskapar í þjóðskrá sem er 1,5% fjölgun frá árinu áður.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár en þar kemur fram að alls gengu 1.749 einstaklingar sem skráðir eru í þjóðskrá frá lögskilnaði í fyrra sem er 38,9% fjölgun frá árinu á undan þegar 1.259 gengu frá lögskilnaði.

Munur eftir landshlutum

1.625 einstaklingar gengu frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni á síðasta ári, 100 gengu frá lögskilnaði sínum erlendis og 18 fyrir dómi.

Nokkur munur er á tíðni lögskilnaða eftir landshlutum. Ef fjöldi skilnaða er reiknaður á hverja þúsund íbúa kemur í ljós að flestir lögskilnaðir voru á Suðurnesjum í fyrra eða 5,58 á hverja þúsund íbúa, þar á eftir er Norðurland vestra (4,4) og höfuðborgarsvæðið (4,21). Lægst var tíðni skilnaða á Vesturlandi (3,05).

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert