Sárt að horfa upp á illa meðferð fjármuna

Skera hefur þurft þjónustu niður á sjúkrahúsinu.
Skera hefur þurft þjónustu niður á sjúkrahúsinu. mbl.is/Þorgeir

Illa er farið með almannafé þegar kemur að nokkrum þáttum heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) benti þingmönnum NA-kjördæmis á dæmi þess á málþingi sem haldið var á sjúkrahúsinu.

Þjónusta SAk hefur undanfarin misseri dregist verulega saman sem gerir það að verkum að íbúar á þjónustusvæði þess þurfa í auknum mæli að leita sér lækninga suður, ýmist á Landspítala eða hjá sérgreinalæknum á stofum. Allavega 22 þúsund einstaklingar fóru í slíkar læknaferðir á fyrstu tíu mánuðum liðins árs. Flest tilfellin hefði verið hægt að afgreiða á SAk.

Á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga

Í lögum um heilbrigðisþjónustu er kveðið á um hvert hlutverk sjúkrahússins er, m.a. að það eigi að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga, vera kennslusjúkrahús og að það eigi að vera varasjúkrahús Landspítala. Að mati starfsmanna SAk nær sjúkrahúsið ekki að uppfylla þau lagaskilyrði eins og staðan er nú.

Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir segir margt benda til að blikur séu á lofti. Um tvær leiðir sé væntanlega að velja. Önnur er að breyta lögum um hlutverk SAk þannig að það sjái einungis um fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu. Hin væri að fjárlög væru í raunhæfu samhengi við þá starfsemi sem sjúkrahúsinu er ætlað að veita. Fyrri leiðin væri óðs manns æði, sérstaklega þegar efla á Akureyri og gera hana að borg.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert