Spursmál: Baldur svarar erfiðum spurningum

Baldur Þórhallsson, Stefanía Óskarsdóttir og Halldór Halldórsson eru gestir í …
Baldur Þórhallsson, Stefanía Óskarsdóttir og Halldór Halldórsson eru gestir í Spursmálum. Samsett mynd

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar fyrr í dag.

Krefj­andi spurn­ing­um var beint að Baldri og fram­boði hans til embætt­is for­seta Íslands. Mál eins og Icesave-samningurinn, málskotsréttur forseta og ýmsar gróusögur um einkalíf Baldurs voru til umræðu í þættinum.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag en upp­tök­una má sjá í spilar­an­um hér að neðan, á Spotify og Youtu­be og er hún öll­um aðgengi­leg.

Framboðsfrestur útrunninn

Um þess­ar mund­ir rík­ir mik­il spenna í bar­átt­unni um Bessastaði og eru lín­ur farn­ar að skýr­ast með fjölda fram­bjóðenda.

Fram­boðsfresti til for­seta Íslands lauk að há­degi í dag og eiga því all­ir fram­bjóðend­ur að hafa skilað inn und­ir­skrift­arlist­um til Lands­kjör­stjórn­ar.

Alls náðu 13 fram­bjóðend­ur lág­marks­fjölda meðmæla. Verður það svo í hönd­um kjör­stjórn­ar að tryggja að til­skild­um fjölda meðmæla sé náð en kjós­end­um er ekki heim­ilt að mæla með tveim­ur fram­bjóðend­um eða fleir­um. Slík meðmæli eru ekki tek­in gild.

Bald­ur er einn þeirra 13 sem telja sig hafa náð til­skild­um fjölda meðmæla. Auk hans eru það Arn­ar Þór Jóns­son, Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, Ástþór Magnús­son, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Helga Þóris­dótt­ir, Jón Gn­arr, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Kári Vilmundarson Hansen, Stein­unn Ólína Þor­steins­dóttir og Viktor Traustason.

Má því segja að nú sé kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir al­vöru haf­in.

Yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar

Auk Bald­urs mættu þau Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins, og Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, stjórnmálaprófessor, í settið til að fara yfir helstu frétt­ir líðandi viku.

Fylgstu með afdráttarlausri og fræðandi umræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert