Suðurnesjalína 2

Landsnet sótti um framkvæmdaleyfi til að reisa Suðurnesjalínu 2 um Suðurnes. Upphaflega var áætlað að framkvæmdir myndu klárast fyrir árslok 2015 og frágangsvinnu fyrir mitt ár 2016. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra samþykkti heimild til eignarnáms vegna línunnar, en landeigendur höfðuðu mál og dæmdi Hæstiréttur eignarnámið ólöglegt. Á Suðurnesjum og hjá Landsneti hefur verið sagt að línan skipti miklu máli upp á orkuöryggi svæðisins, sem og rafmagnsafhendingu til verksmiðja sem unnið er að því að reisa á svæðinu.

RSS