Suðurnesjalína 2 mun stórbæta ástandið

Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets.
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Samsett mynd

Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið beri vissulega ábyrgð á rekstri raforkukerfisins, en búnaður eigi það til að bila. Þá sé svo mikilvægt að kerfið sé með innbyggðan sveigjanleika.

Raf­magns­leysi á Reykja­nesi í gær hef­ur leitt til enn frek­ari deilna um taf­ir á lagn­ingu Suður­nesjalínu 2.

„Þarna koma upp atburðir sem við ráðum ekki við, veður en annað slíkt, og þá er stundum straumleysi af þeim völdum. Við þurfum að byggja upp kerfið þannig að það ráði við þá atburði betur.“

Aðskildar leiðir fyrir orkuna 

Landvernd sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem bent er á að haglætisveður var í gær er rafmagnsleysið varð. 

Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð?“ segir í yfirlýsingunni. 

„Ég get nú ekki tekið undir það endilega. Það hefur verið áhersla á og unnið mjög markvisst og ötullega að því að reyna bæta einmitt tenginguna út eftir,“ segir Sverrir og minnist á Suðurnesjalínu 2 sem er langt komin í undirbúningi. 

Sveit­ar­fé­lagið Vog­ar hef­ur ekki viljað veita Lands­neti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loft­línu. Vog­ar vilja jarð­streng en hin sveit­ar­fé­lög­in á Suður­nesj­um hafa þegar veitt Lands­neti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loft­línu. Sverrir bendir á þá staðreynd.

Hann segir að lagning Suðurnesjulínu 2 muni stórbæta ástandið. 

„Allar greiningar hjá okkur og mat benda til þess að það myndi hjálpa mjög. Þetta er grundvallarprinsipp í hönnun á svona raforkukerfi, að það séu aðskildar leiðir fyrir orkuna. Það er svo mikils virði,“ segir Sverrir og bætir við að mjög sjaldgæft sé að báðar línurnar gefi sig á sama tíma. 

Lykilinnviður upp á nútímalífið“

Rafmagnsleysið á Suðurnesjum í gær hafði víðtæk áhrif, en meðal annars varð símasambandslaust og heitavatnslaust.

Spurður hvort þessi víðtæku áhrif hafi komið Landsneti á óvart segir Sverrir að fyrirtækið þekki það vel hversu mikilvægt raforkukerfið sé, sagan sýni það. 

„Þetta er orðin lykilinnviður upp á nútímalífið.“

Því sé allt lagt í sölurnar til þess að minnka viðbragðstímann við bilunum.

„Þá er besta leiðin sem við kunnum að hafa aðskildar leiðir fyrir orkuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert