Á Íslandi eru reglur um framsal sakamanna flóknari og strangari en innan Evrópusambandsins. Þrátt fyrir það telur dómsmálaráðherra að skjól erlendra afbrotamanna sé ekki meira hér en annars staðar innan EES-svæðisins. Hann segir að unnið sé því að einfalda reglur um framsal sakamanna.