Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ómyrkur í mál yfir þeirri aðstöðu sem íslenskum landsliðum í handknattleik og körfuknattleik er boðið upp á. Ekki sé hægt að ganga að Laugardalshöllinni vísri til æfinga og þá sé hún orðin ólögleg sem keppnishús í alþjóða handknattleik.