Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, segir daginn í dag hafa farið í að meta umfang tjóns á skjálftasvæðinu. Hún segir fólk enn vera að ná sér eftir gærdaginn, enda var hamagangurinn mikill eins og sést á myndum sem eru úr öryggismyndavél Hótels Arkar í Hveragerði.