„Maður þarf dálítið að vera eins og listamaður, ef þú ætlar að birta niðurstöður þá þarftu að vera með eitthvað nýtt. Þú getur ekki endurtekið það sem aðrir hafa gert og að því leytinu til er þetta mjög skapandi starf,“ segir Halldór Svavarsson, dósent í eðlisfræði við HR, um rannsóknarstörfin.