„Þetta er tuttugasta árið mitt og mér líður mjög vel hérna,“ segir Kristján Magnús Karlsson starfsmaður hjá Vífilfelli. Hann gegnir ýmsum störfum á lagernum, fylgist með framleiðslunni á færiböndunum og grípur inní fari eitthvað úrskeiðis. Kristján er með þroskahömlun og hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra.