Um tvöhundruð manns bíða eftir hjartaþræðingu. Biðtími getur verið allt að sjö mánuðir sé ekki um bráðatilfelli að ræða. Björn Zoega starfandi forstjóri Landspítalans vonast til að hægt verði að útrýma biðlistum með nýrri hjartaþræðingastofu sem tekur til starfa í nóvember.