Boðað er til frekari mótmæla fyrir utan Alþingi eftir hádegið en í nótt var fjöldi fólks fyrir utan þinghúsið fram eftir nóttu. Allt lauslegt brann á báli fyrir framan aðaldyrnar en lögreglan beitti gasi til að tvístra mótmælendum þegar líða tók á nóttina.