„Þetta er sko slík hryllingssaga eins og með mömmu. Hún veikist 16 ára og er send suður, ung stúlka frá þessu litla þorpi, fer á hælið og kemur svo aftur vestur. Alveg þangað til hún er rúmlega fimmtug er hún að glíma við berklana með einum eða öðrum hætti og hún fór í svokallaða höggningu sem að menn þekkja ekki í dag,” segir Ólafur Ragnar Grímsson.