Gunnlaugur Pétursson, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, telur að snjallúr geti haft neikvæð áhrif á einstaklinga með heilsukvíða. Heilsukvíði felur í sér hugarástand einstaklings sem hefur ofsafengnar áhyggjur af eigin heilsufari og óttast það verulega að vera með alvarlega og lífshættulega sjúkdóma.