„Við viljum að ráðherrar séu valdir á faglegum forsendum. Við teljum til dæmis ekki rétt að það sé dýralæknir eða jarðfræðingur sem hafi með höndum öll fjármál þjóðarinnar. Við viljum að fyrst sé kosið Alþingi, með 31 þingmanni en þingið kjósi síðan ráðherrana. Þeir væru ekki alþingismenn og sætu alla jafna ekki á þingi,“ sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar í Zetunni á mbl.is.