„Við húðlæknar sjáum ansi mikið af fólki með lélega líkamsímynd og það er kannski að reyna að fylla upp í einhverjar holur eða einhverja vanlíðan og heldur að það að koma í bótox eða einhverjar húðmeðferðir muni bara redda málunum,“ segir Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, en hún var gestur ásamt Katrínu Mjöll Halldórsdóttur, barnasálfræðingi á Kvíðameðferðarstöðinni, í Dagmálum á dögunum.