Þegar Vestmannaeyingurinn Skæringur Óli Þórarinsson kom að húsi sínu eftir Þjóðhátíð um síðustu helgi voru gluggakisturnar undirlagðar af notuðum nikótínpúðum og tyggjóklessum, rúða, glös og skápar höfðu verið brotin, kertastjakar rifnir af veggjum og rusl út um allt hús.