Guðrún Hafsteinsdóttir segir mörg mál bera á góma í þessu víðfeðma kjördæmi. Nefnir hún t.d. efnahagsmál, vexti, fyrirhugað kílómetragjald og hælisleitendamálin. „Ég sem sjálfstæðismanneskja myndi vilja sjá ríkið dragast meira saman og það færi meira hér út á hinn almenna markað,“ segir hún