Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur ítrekað óskað eftir því að samtökin fái niðurfelld opinber gjöld. Ríkisvaldið sem reiðir sig mjög á þetta víðfeðma sjálfboðaliðastarf hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Vissulega hafa verið tekin skref í þá átt en Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður samtakanna telur að gera þurfi betur.