„Það skipti rosalega miklu máli fyrir FH að fá hann inn en hann missti til að mynda af stærstum hluta undanúrslitaeinvígisins við ÍBV vegna meiðsla,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um Aron Pálmarsson og Íslandsmeistara FH.