Spálíkan um laxveiði sem tekur mið af hitastigi á fæðuslóð laxaseiða þegar þau ganga út hefur vakið mikla athygli meðal veiðimanna. Í fyrra var spáð verulegum bata í smálaxi út frá þessu spálíkani. Það gekk eftir. Nú er búið að uppfæra líkanið fyrir sumarið 2025.