Það var tilfinningaþrungin stund þegar þegar Ísraelar fengu í dag afhenta þrjá gísla, sem hafa verið í haldi liðsmanna Hamas á Gasa, í skiptum fyrir 90 palestínska fanga. Það er hluti af vopnahléssamkomulagi sem náðist fyrir helgi sem ætlað er að binda enda á stríðið á Gasa sem staðið hefur yfir í 15 mánuði.