Auðjöfurinn Elon Musk segir gagnrýnendur sína þurfa að beita betri óhreinum brellum gegn sér. Kveðja Musks á „sigurhátíð“ innsetningardags Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta hefur vakið mikla athygli en hún hefur þótt líkjast nasistakveðju Þjóðverja í valdatíð Adolfs Hitlers.