Í nokkurn tíma hefur verið rætt um hvenær Ísland færist upp í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu MSCI. Finnbogi Rafn Jónsson framkvæmdastjóri viðskipta hjá Nasdaq Iceland segir í viðskiptahluta Dagmála að uppfærslan myndi hafa mikla þýðingu.