Jón Bjarnason, sem lét af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag, sagðist hverfa baráttuglaður úr ráðherraembætti og brotthvarf hans úr ríkisstjórninni væri hvatning til þeirra í VG, sem teldu að flokkurinn og forusta hans hefðu sveigt af réttri braut, að herða slaginn.