Ungur karlmaður frá Túnis hefur tapað áfrýjunarmáli fyrir þarlendum dómstólum en hann var í undirrétti í mars dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að birta teiknimyndir af Múhameð spámanni á samskiptavefnum Facebook. Lögmaður mannsins segir dóminn mannréttindabrot.