Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, segir árið í ár vera eitt það besta sem hann muni eftir hvað vöxt trjágróðurs varðar. Frá aldamótum hafi tíðin þó verið einstaklega góð hvað þetta varðar. Mestur vöxturinn í ár sé suðvestanlands og útlit sé fyrir góðan fræþroska.