Áhugamenn um ljósmyndun og gamla tíma sem eiga leið um Siglufjörð ættu allir að líta við í nýju Ljósmyndasafni sem sett hefur verið upp í bænum. Á safninu eru til sýnis myndavélar frá fyrri tíð af öllum stærðum og gerðum ásamt því að þar eru sýndar ljósmyndir frá gömlum tíma.