Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi vill hvorki staðfesta né neita ummælum lögmanns manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum um helgina. Meira
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Ragnars Lýðssonar, sem lést snemma á laugardagsmorgun í uppsveitum Árnessýslu, gefur til kynna að áverkar hafi verið á líkinu sem hafi leitt hann til dauða. Meira
Lögreglan á Suðurlandi mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir öðrum bróðurnum sem handtekinn var í morgun á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu í tengslum við mannslát. Hinum bróðurnum hefur verið sleppt úr haldi. Meira
Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú að ljúka störfum á vettvangi á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu en þar fannst maður á sjötugsaldri látinn í íbúðarhúsi. Tveir voru handteknir, en mennirnir þrír voru bræður og voru tveir þeirra gestkomandi hjá þeim þriðja. Meira
Ótímabært er að segja til um hvort að mannslátið á Suðurlandi sem tilkynnt var um í morgun hafi borið að með saknæmum hætti. Meira
Tveir menn voru að færa beltagröfu af vélaflutningavagni þegar óhapp varð með þeim afleiðingum að grafan valt út af vagninum, á hliðina, og ofan á annan mannanna í gærkvöldi. Meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að maðurinn, sem bjargað var fyrr í kvöld, hafi verið með meðvitund við björgunina. Hann segir beltagröfu hafa oltið ofan á manninn, sem lá fastur undir henni áður en honum var komið til bjargar. Meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Meira
Erlendu ferðamennirnir þrír sem lentu í alvarlegu umferðarslysi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur í gær eru allir enn á gjörgæslu Landspítalans. Meira
Allt bendir til þess að öðrum bílnum hafi verið ekið á röngum vegarhelmingi, segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, varðandi alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi síðdegis í gær. Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann. Meira
Allir þeir sem voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstri skammt fyrir austan Kirkjubæjarklaustur síðdegis voru fluttir af slysstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega þeir eru slasaðir en þeir voru allir með meðvitund á slysstað. Meira
Breiðablik tryggði sér í kvöld þriðja sætið í 1. deild karla í körfuknattleik, þegar þrír síðustu leikir deildarinnar fóru fram, og náðu með því heimaleikjaréttinum í undanúrslitum umspilsins um úrvalsdeildarsæti. Meira
Parið sem lést í umferðarslysi á Lyngdalsheiðarvegi í gær var frá Hollandi, karlmaður fæddur 1992 og kona fædd 1995. Að sögn lögreglunnar virðist sem bíll þeirra hafi farið yfir á öfugan vegarhelming. Meira
„Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðum orðum að fara ofan í hellinn,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is spurður um leitina sem stendur yfir að karlmanni sem fór inn í íshelli í Hofsjökli fyrr í kvöld. Meira
Hamar færði sér nær efstu liðunum í 1. deild karla í körfubolta með 94:91-sigri á Breiðabliki í Hveragerði í kvöld. Hamar fór upp í 28 stig með sigrinum og eru Hamarsmenn nú aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki og Vestra sem eru i 2. og 3. sæti deildarinnar. Julian Nelson gerði 20 stig fyrir Hamar og Halldór Halldórsson 17 fyrir Breiðablik. Meira
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Breiðablik vann nauman sigur á Fjölni, 92:90, og heldur í við Skallagrím í toppsæti deildarinnar. Blikar hafa 30 stig í 2. sæti en Skallagrímur 32 stig en Borgnesingar eiga þó leik til góða. Meira
Skipulagðri leit að Ríkharði Péturssyni hefur verið hætt. Fylgst verður áfram með Ölfusá en leitarhundar höfðu fundið slóð hans liggja að ánni. Talið er að Ríkharður hafi farið í ána. Meira
Leit hófst á ný í birtingu að Ríkharði Péturssyni, sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag er hann fór af heimili sínu á Selfossi. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir leitina í dag ekki verða eins umfangsmikla og síðustu daga, en þó muni um 20-30 manns koma að henni. Meira
Staðan í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik er enn tvísýnni en áður eftir að Hamar lagði Vestra, 98:97, í framlengdum spennutrylli í Hveragerði í kvöld. Fjölnir vann nauman sigur á FSu, 87:84, í Grafarvogi. Meira
Um 70% aukning er á kynferðisbrotum á milli ára í umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segja að þau gætu notað meiri mannskap til að takast á við aukinn brotafjölda Meira