Sá sérstæði atburður átti sér stað í Húsdýragarðinum í dag að beikon-presturinn John Whiteside gaf saman hrútinn Grámann og ána Krúnu við það sem einhver myndi kannski kalla hátíðlega athöfn í dag. mbl.is var á staðnum en ríflega 20 þúsund manns eru í Beikon-söfnuðinum í Las Vegas.