Á verkstæðinu Thor Energy Zolutions á Höfðanum í Reykjavík eru íslenskir tæknimenn að þróa vetnisbúnað fyrir bæði bensín- og díselvélar. Búnaður þessi, sem er smár í sniðum og fallegur, eykur afl véla og minnkar eyðslu að meðaltali um 30%, dregur úr mengun um 70-80%.