Meðal þess sem kynnt var á Eve fanfest í Hörpunni í dag voru tækninýjungar á sviði þrívíddargleraugna fyrir tölvuleiki frá bæði Sony og Occulus rift. CCP, framleiðendur Eve tölvuleikjarins, hafa síðustu misseri verið í samstarfi við bæði þessi fyrirtæki varðandi þróun á nýju viðmóti fyrir leikinn Valkyrie.