Ellefu ára með 27 punda maríulax

Kátir feðgar. Hugo Black og sonurinn Drummond með maríulaxinn sem …
Kátir feðgar. Hugo Black og sonurinn Drummond með maríulaxinn sem mældist 105 sentímetrar. Drummond er yngsti meðlimur 20 pundara klúbbsins í Nesi. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekkert lát á stórlaxa ævintýrum á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Í gær fékk ellefu ára strákur 27 punda maríulax. Hann er yngsti meðlimur tuttugu pundara klúbbsins og var að veiða með langömmu sinni og pabba, en þau hafa bæði landað fiskum yfir tuttugu pund.

„Í gær fékk Drummond Black 105 sentímetra fisk sem var 52 sentímetrar í ummál. Fiskurinn reiknast 27 pund. Leiðsögumaður hans var Ólafur Helgi Kristjánsson og tóku þeir félagar fiskinn á hálf tommu Black & blue túbu á Lönguflúð. Drummond hafði staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir ungan aldur og var búinn að missa þrjá fiska áður en hann náði þeim stóra en hann var maríulax Drummonds,“ sagði Árni Pétur Hilmarsson í samtali við Sporðaköst.

Þrír ætliðir með tuttugu punda merkið. Drummond er ellefu ára …
Þrír ætliðir með tuttugu punda merkið. Drummond er ellefu ára og fékk næluna sína í gær. Pabbi hans Hugo fékk sína nælu fyrir tveimur árum og langamma Drummonds, Lilla Rawcliff hefur fengið marga yfir 20 pund. Ljósmynd/Aðsend

Langamma líka í 20 punda klúbbnum

Drummond er yngsti veiðimaðurinn til þess að komast í tuttugu punda klúbbinn í Nesi en hann er ellefu ára gamall. Drummond er barna barna barn Lillu Rawcliffe sem Sporðaköst fjölluðu um fyrr í vikunni, þegar hún landaði fiski yfir tuttugu pund á Nesveiðum. „Það er sérstaklega skemmtilegt að hafa bæði yngsta og elsta meðlim tuttugu punda klúbbsins í húsi á sama tíma. Einnig er með þeim Hugo Black sem er faðir Drummonds og barna barn Lillu, en Hugo fékk 108 sentímetra fisk í Nesi fyrir tveimur árum þannig að við vorum með í húsi þrjá ættliði í tuttugu punda klúbbnum og er það einsdæmi í Nesi. Stórlaxagenin virðast ganga í ætt Lillu en hún á mjög marga fiska yfir tuttugu pund í Nesi,“ sagði Árni Pétur. Hann segir að veiðin í sumar hafi verið erfið hvað fjölda laxa varðar en að ótrúlegt magn af stórum fiskum sé á ferðinni.

´Við Lönguflúð. Drummond með leiðsögumanninum Ólafi H. Kristjánssyni.
´Við Lönguflúð. Drummond með leiðsögumanninum Ólafi H. Kristjánssyni. Ljósmynd/Aðsend

„Öll holl sem hafa veitt í Nesi í sumar hafa fengið tvo til fjóra tuttugu punda fiska þannig að líkurnar á því að komast í tuttugu punda klúbbinn eru með besta móti í ár. Þó nokkuð af fiskum í yfirstærð eru á ferðinni og hafa sést, verið reistir og sloppið í sumar.“

Ennþá á Nils Folmer stærsta fisk sumarsins sem mældist 111 sentímetrar en Árni Pétur telur ekki víst að það met standi út sumarið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert