Myljandi veiði Dölunum

Frá Laxá í Dölum.
Frá Laxá í Dölum. Hreggnasi

Mikil veiði er nú í Laxá í Dölum og hvert hollið á fætur öðru fær feiknarveiði.

Að sögn Haraldar Eiríkssonar hjá Hreggnasa sem staddur er við ána í leiðsögn þá hætti þriggja daga holl á hádeg í dagi með 153 laxa á land. Aðeins er veitt á fjórar stangir í ánni fram að mánaðamótum, en fjölgar þá í sex. Þetta þýðir meðalveiði upp á tæpa 13 laxa á dag á hverja stöng í síðasta holli.

Vatnsstaða hefur verið með eindæmum góð í allt sumar og laxinn ekki átt í neinum vandræðum með að ganga upp ána eins oft loðir þar við í þurrkasumrum. Fiskurinn hefur þar að leiðandi dreift sér vel upp um alla á og öll svæði inni.

 Heildarveiðin stendur nú í tæpum 500 löxum, en sama tíma fyrir ári voru þeir 209.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert