Lærðu meira um fluguköst - Myndskeið

Flugukastkennarinn Börkur Smári Kristinsson og veiðihópurinn Villimenn hafa tekið sig saman og ætla að gera í sumar nokkra þætti um fluguköst. Sporðaköst munu frumsýna þessa þætti en þessi fyrsti þáttur er kynning á verkefninu. Börkur Smári hefur áður gert þætti um fluguköst en nú verður þetta tekið skrefinu lengra og veiði blandað inn í þetta. Þeir Elías Pétur og Guðni Hrafn kynna hér verkefnið fyrir okkur. Svo er bara að hafa samband við þá og koma með spurningar. En þá má finna bæði á facebook og snapchat undir merkinu Villimenn. Góða skemmtun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert