Haugur „hitch“ fluga vikunnar

Haugurinn er sterk alhliða fluga. Hún er fluga vikunnar að …
Haugurinn er sterk alhliða fluga. Hún er fluga vikunnar að þessu sinni í tilefni af því að fyrsti laxinn í Norðurá, valdi hana þessa. Ljósmynd/Veiðihornið

Fyrsta fluga vikunnar á þessari vertíð er Haugur „hitch.“ Að venju er það Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu sem velur fluguna.

„Já það er Haugur "hitch" í tilefni þess að fyrsti lax sumarsins í Norðurá valdi hana þessa. Þegar veitt er með gárutúpu er best að nota tiltölulega stífan taum, ekki of langan. Halda stönginni 45° upp og láta fluguna mynda þetta fínlega Vaff á yfirborðinu. Varast að túpan fari svo hratt að það myndist loftbólur. Ef straumur er hraður þarf ekki að gera neitt nema halda stönginni uppi en ef veitt er í hægara vatni þarf að draga línuna til að halda túpunni uppi. Velja skal létta en sterka króka með „hitch“ túpum. Í þessum túpum eru einhverjir þeir beittustu og sterkustu á markaðnum, japönsku Ken Sawada krókarnir,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst.

Haugurinn er einnig til í öðrum útgáfum, svo sem á tvíkrók, einkrækja og sem túpa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert