Kröftugar göngur í Þverá

Glímt við lax í Kirkjustreng í Þverá.
Glímt við lax í Kirkjustreng í Þverá. Hallgrímur H. Gunnarsson

Fréttir berast nú frá Borgarfirði að menn séu loks byrjaðir að sjá kröftugar göngur af laxi upp Þverá eftir að tók að rigna tók almennilega í gær.

Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar, eins af leigutökum Þverár/Kjarrár í Borgarfirði, þá hefðu menn ákveðið undir það síðasta eftir fordæmalausa þurrka að þrengja ósinn skammt ofan við Hvítá til að auðvelda laxinum uppgöngu. Daginn eftir hafi svo byrjað að rigna lítillega og hélt það áfram allan daginn í gær og alla síðastliðna nótt.  

Menn væru sammála um það hefði hækkað um 5 cm í ánni. Ingólfur sagði að einhvern tíma taki þó að rigningin skili sér sem meira vatn í ánna vegna þess að jarðvegur og mýrar voru orðin skraufaþurr og drekka í sig allt vatn eins og þurr svampur.

En við þessar veðrabreytingar og í kjólfarið á þrengingunni á ósnum þá ruddist lax upp úr Hvítá og sáu menn til að mynda um 100 laxa í Kaðalstaðahyl strax í morgun þar sem ekki hefur sést mikið líf að undanförnu. Hylurinn er neðarlega í ánni og einn af bestu veiðistöðum árinnar þegar göngur eru sterkar. Um hafi verið að ræða smálax og stórlax í bland.

Ingólfur sagði að laxinn hefði þó ekki verið mjög tökuglaður í morgun, en einn lax hefði þó komið land úr Kaðalstaðahyl og annar úr Hornhyl upp í Kjarrá.

Ingólfur sagði ađ lokum að ástandið væri nú orðið allt annað og allt liti mun betur út og hans vegna mætti rigna í allt sumar úr því sem komið væri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert