Misskilningurinn um Þýsku Snælduna

Þysk Snælda eða appelsínugul Snælda. Einhverra hluta vegna var hún …
Þysk Snælda eða appelsínugul Snælda. Einhverra hluta vegna var hún tengd Þýskalandi vegna fánalitanna, en það vantar rauða litinn. En veiðin er hún hvort nafnið sem er notað. Ljósmynd/Veiðihornið

Ein þekktari fluga síðari áratuga er Snældan sem Grímur Jónsson heitinn hannaði. Hann kallaði þessa útgáfu af Snældunni einfaldlega appelsínugula Snældu. Í dag gengur þessi útgáfa almennt undir nafninu Þýsk Snælda. Þýska viðbótin virðist byggð á misskilningi. Sérstaklega þegar litirnir í þýska fánanum eru skoðaðir. Fáninn er svartur, rauður og gulur. Ekki er að finna appelsínugulan lit í honum. Samt hefur þetta nafn fest við fluguna og sumir tekið þetta enn lengra og tala um þýska stálið og jafnvel nasistann.

Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu segir í samtali við Sporðaköst að væntanlega hafi einhver misskilningur átt sér stað í upphafi. „Ég hef aldrei skilið þetta. Þetta gæti tengst því að eftir eitthvert heimsmeistaramótið í knattspyrnu var farið að tengja þær við þjóðlönd. Til dæmis var farið að tala um brasilísku Snælduna og svo framvegis.“

Þá vitið það það. Þýska Snældan er sem sagt ekki þýsk. En sennilega er nafnið orðið það rótgróið að því verður ekki breytt héðan af.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert