„Erum bara í hamingjukasti“

Inga Lind alsæl og í hamingjukasti með stærsta birtinginn úr …
Inga Lind alsæl og í hamingjukasti með stærsta birtinginn úr Tungulækl í haust. Ljósmynd/Aðsend

Vinkonurnar og veiðifélagarnir Inga Lind Karlsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir eru að veiða í Tungulæk. Það hljóp heldur betur á snærið hjá þeim í gær á fyrstu vaktinni. „Við erum búnar að vera hálfan dag og erum í miklu hamingjukasti. Við héldum að veiðisumarið væri búið,“ sagði Inga Lind í samtali við Sporðaköst.

Þær voru í hörkuveiði í gær og lönduðu þónokkrum birtingum. Inga Lind setti svo í og landaði 94 sentímetra sjóbirtingi. „Hann tók bleikan Nobbler og rétt í þann mund sem hann datt í háfinn brotnaði krókurinn.“

Þetta er stærsti sjóbirtingurinn sem landað hefur verið í Tungulæk í haust. Inga Lind og Áslaug voru virkilega sáttar með veiðina og af öllum fiskunum sem landað hefur verið var sá minnsti 74 sentímetrar.

Þegar fiskiurinn var að detta í háfinn brotnaði krókurinn. En …
Þegar fiskiurinn var að detta í háfinn brotnaði krókurinn. En hann náðist. Ljósmynd/Aðsend

„Það er svo gaman að fá svona bónus. Við héldum að veiðisumarið væri búið en svo bættum við stuttum túr við með vini okkar Theodóri Erlingssyni og vá, við sjáum ekki eftir því.“

Mikið vatn er í Tungulæknum en aðstæður góðar og áin tær.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert