Þriðji hundraðkallinn í Nesi

Laxá í Aðaldal, Nessvæðið. Hér er heimili hundraðkallanna. Myndin var …
Laxá í Aðaldal, Nessvæðið. Hér er heimili hundraðkallanna. Myndin var tekin við upptökur á sjónvarpsþáttunum Sporðaköst. Ljósmynd/ES

Þriðji hundraðkallinn í Árnesi í Laxá í Aðaldal kom á land á mánudag. Hann mældist 104 sentímetrar og veiddist á þeim magnaða veiðistað Vitaðsgjafa. Þetta er þriðji fiskurinn sem veiðist í Nesi það sem af er. Sá stærsti mældist 107 sentímetrar og svo veiddist annar sem mældist 104.

Veiðimaðurinn heitir Hugo og er frá Belgíu. Hann var einn á ferð og veiddi Vitaðsgjafann frá landi. Fiskurinn tók fluguna Ernu númer tólf en það er einmitt stórlaxahvíslarinn Nils Folmer Jörgensen sem hannaði hana.

Árni Pétur Hilmarsson sem sér um Nessvæðið í Laxá í Aðaldal sagði að Hugo hefði séð fiskinn stökkva og lagst hreinlega á hann þar til hann tók Ernu.

„Þetta er alveg hefðbundið, við vorum í fyrra að fá einn af þessari stærð í hverju holli langt fram á sumar. Þá enduðum við í rúmlega tuttugu fiskum í þessum stærðarflokki,“ sagði Árni Pétur Hilmarsson aðspurður hvort þetta væri óvenju snemmt fyrir þessa stóru.

Belginn náði ekki að taka mynd þar sem hann var einn á ferð. 

Nesveiðar báru höfuð og herðar yfir veiðisvæði í fyrra sem skiluðu svo stórum fiskum. Yfir tuttugu slíkir komu á land. Næst var Víðidalsá með átta fiska.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert