Þúsund laxa vika í Eystri-Rangá

Cezary Fijalkowski tekst á við stórlax í Eystri Rangá. Áin …
Cezary Fijalkowski tekst á við stórlax í Eystri Rangá. Áin skilaði ríflega þúsund laxa veiði í síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Eystri-Rangá skilaði ríflega þúsund laxa veiði síðustu viku og er áin komin í 3.308 laxa og hafa þegar veiðst fleiri laxar þar í sumar en allt árið í fyrra. Sumarið 2019 var lokatalan í Eystri-Rangá 3.048. Þá varð Ytri-Rangá önnur áin til að fara yfir þúsund laxa og var vikuveiðin þar 136 laxar. Urriðafoss í Þjórsá er í þriðja sæti og er veiðin þar komin í 792 laxa. Vikuveiðin í Urriðafossi var sú sama og í Ytri-Rangá, eða 136 fiskar.

Miðfjarðará gaf 189 laxa nýliðna viku og er í fjórða sæti með 729 laxa. Miðfjarðará er að sækja í sig veðrið miðað við þessar tölur, sem Landssamband veiðifélaga birti á vef sínum, angling.is, í morgun.

Í fimmta sæti er Norðurá með vikuveiði upp á 63 laxa og heildartalan er 645 fiskar. Sjötta sætið skipar Haffjarðará með 566 laxa, næst kemur Þverá/Kjarrá með 538 laxa. Í níunda sæti er Selá í Vopnafirði með 482 laxa. Tíunda sætið hefur Langá með 425 veidda laxa. Þar skammt undan er Hofsá sem hefur verið að gefa góða veiði síðustu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert