Veiði X komið í Veiðihornið

Ólafur Vigfússon með brakandi ferskt blað í bunkum í gær. …
Ólafur Vigfússon með brakandi ferskt blað í bunkum í gær. Veiði X er komið í Veiðihornið. Ljósmynd/Veiðihornið

Tíunda tölublað veiðitímarits Veiðihornsins er komið út. Nafn blaðsins er að þessu sinni tilvísun í að blaðið hefur komið út í áratug. Veiði X heitir blaðið að þessu sinni en hefur fram til þessa borið ártal. En rómverska X-ið er vel við hæfi.

„Veiði X er 108 síður og dreift í sex þúsund eintökum. Allt blaðið er unnið og prentað á Íslandi. Heimir Óskarsson á allan heiður að útlitinu. Golli á forsíðuna og fleiri myndir inni í blaðinu. Fjöldi mynda frá íslenskri veiðislóð prýðir Veiði X. Myndir eru frá Golla, okkur Maríu, ýmsum veiðimönnum og einnig eru fáeinar myndir úr síðustu myndasamkeppni Sporðakasta, Morgunblaðsins og Veiðihornsins frá í fyrra.  Veiði X er prentað í Litlaprenti á vandaðan, umhverfisvænan pappír.

Forsíðan á Veiði X. Golli tók myndina á efsta svæði …
Forsíðan á Veiði X. Golli tók myndina á efsta svæði Hofsár. Ljósmynd/Veiðihornið

Við fengum nokkra vel þekkta veiðimenn til þess að skrifa fáeinar línur með heilræðum sérstaklega til nýliða,“ segir Ólafur Vigfússon um blaðið sem nú er komið í dreifingu og er í bunkum í versluninni í Síðumúla. Óli segir markmiðið að halda óbreyttu vöruverði fram á næsta vor.

“Blaðinu okkar er alltaf vel tekið og langt síðan menn fóru að spyrja hvort blaðið sé ekki alveg að koma.

Auðvitað er þetta rándýrt dæmi og ótrúlega mikil vinna sem liggur að baki en metnaður okkar er mikill og við viljum gera þetta vel.  Undanfarin ár höfum við fengið mikið lof frá helstu birgjum okkar fyrir þessa útgáfu og það gefur okkur byr í seglin líka,“ segir Óli sem er spenntur að dreifa nýja blaðinu á Simms dögum um helgina í Veiðihorninu.

Fleira er á döfinni í Síðumúlanum, þar sem nýr vefur Veiðihornsins er í smíðum og er stefnt að því að hann fari í loftið í næsta mánuði og leysi af hólmi fimmtán ára gamlan vef.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert