Vatnsdalurinn kominn á blað

Gréta Haraldsdóttir með fyrsta Vatnsdalsárlax sumarsins. Mældist 86 sentímetra.
Gréta Haraldsdóttir með fyrsta Vatnsdalsárlax sumarsins. Mældist 86 sentímetra. Ljósmynd/BKR

Fyrsti laxinn veiddist í Vatnsdalsá í morgun og sett var í fleiri. Opnun fór rólega af stað eins og svo víða í sumar. Flestir leigutakar horfa nú til þess að sterkar smálaxagöngur bjargi þessu sumri. 

Fyrsti laxinn í Vatnsdal veiddist í Hólakvörn og mældist hann 86 sentímetrar og var veiðimaður Gréta Haraldsdóttir. Fiskurinn tók Haug númer 12. Björn K. Rúnarsson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst að sett hefði verið í fleiri fiska og einnig hefðu sést fiskar á ýmsum stöðum. Hann segist eiga von á því að þetta hressist með komu smálaxins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert