Sogið að nálgast hundrað laxa

Tarquin Millington-Drake með lax úr Soginu í síðustu viku. Hann …
Tarquin Millington-Drake með lax úr Soginu í síðustu viku. Hann veiddi vel á Alviðrusvæðinu. Ljósmynd/Frontiers

Sogið er búið að gefa tæplega hundrað laxa í sumar. Það hefur verið erfitt að fá heildartölu úr ánni þar sem svæðin hafa verið í sölu og umsjón óskyldra aðila. En í gær fengum við tölur af öllum svæðum og miðast þær við hádegi 19. júlí.

Ásgarður er með helming veiðinnar það sem af er, eða 47 laxa skráða í bók. Syðri-Brú, efsta svæðið, hefur gefið átta laxa, Bíldsfell 15, Alviðra 16 og Þrastarlundur átta laxa.

Laxi landað í Kúagili. Á þessum veiðistað þarf löng köst, …
Laxi landað í Kúagili. Á þessum veiðistað þarf löng köst, allt að þrjátíu metra. Ljósmynd/Frontiers

Þetta gerir heildarveiði upp á 94 fiska og einnig hefur verið að veiðast vel af bleikju. Athyglisvert er að Alviðrusvæðið gaf einungis tuttugu laxa í fyrra samkvæmt veiðibók, en veiðiálag var lítið þar í fyrra.

Sogið var hér áður fyrr þekkt sem stórlaxaá og gat hæglega gefið upp undir þúsund laxa þegar vel áraði. Nú verður forvitnilegt að sjá hvort upptaka á netum í Hvítá og Ölfusá skilar aukinni veiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert