Veiddi sömu hrygnuna þrjú ár í röð

Fyrstu kynnin í Gullhyl í Húseyjarkvísl síðla sumars 2019. Tvær …
Fyrstu kynnin í Gullhyl í Húseyjarkvísl síðla sumars 2019. Tvær afgerandi doppur á hausnum á hrygnunni eru alveg einstakar. Sævar Örn sleppti henni og átti ekki endilega von á að handfjatla hana aftur. Ljósmynd/SÖH

Síðla sumars 2019 veiddi Sævar Örn Hafsteinsson níutíu sentímetra hrygnu í Gullhyl í Húseyjarkvísl. Hann tók sérstaklega eftir því hversu þykk og mögnuð hún var. Þessi stóra stelpa tók rauðan Sunray. Hún fékk frelsi og Sævar Örn var viss um að hún myndi skila sínu.

Það var svo vorið eftir, 2020 að Sævar Örn var að kasta Olive Ghost fyrir sjóbirting að hann setti í góðan fisk neðarlega í ánni, í veiðistað 7. Eftir nokkra viðureign landaði hann svo 90 sentímetra hrygnu sem var þá orðin spegilbjört. Hann áttaði sig fljótlega á að þetta var sú sama og hafði fengið frelsi í Gullhyl haustið áður. Doppusetning á höfði fiska er eins og fingraför hjá mannskepnunni. Og þegar myndirnar eru bornar saman leynir sér ekki að um sama fiskinn er að ræða. Sævar Örn sleppti henni varfærnislega og gladdist yfir hversu vel hún var á sig komin. Hann skaut í hana merki áður en hún fékk frelsi á nýjan leik.

Vorið eftir setti hann aftur í hana og nú var …
Vorið eftir setti hann aftur í hana og nú var hún orðin björt á leið til sjávar og doppurnar tvær eru þær sömu og lengdin einnig. Þetta er vorið 2020. Ljósmynd/SÖH

Sumarið í fyrra eða 2020, sást ekki til hrygnunnar og átti svo sem enginn sérstaklega von á því. En sagan varð fyrst skemmtileg í dag þegar Sævar var að veiða Gullhyl. Hann setti undir rauða Sunray og fljótlega fékk hann töku og það leyndi sér ekki að um tveggja ára fisk var að ræða. Þegar leið á viðureignina sá hann að það var merki í fiskinum og grunur hans staðfestist þegar hann landaði þessari hraustlegu hrygnu þriðja árið í röð. Merkið og doppusetningin leyna sér ekki.

Þriðja skiptið. Þetta er að verða samband. Aftur tók hún …
Þriðja skiptið. Þetta er að verða samband. Aftur tók hún rauðan Sunray og það í Gullhyl. Nú mældist hún rúmlega 91 sentímetri. "Ég er spenntur að hitta hana næsta sumar," hló Sævar. Ljósmynd/SÖH

„Þetta er náttúrulega magnað. Í mínum huga er þetta svo frábær staðfesting á hversu vel veiða og sleppa fyrirkomulagið er að virka. Hún mældist einum og hálfum sentímetra lengri en fyrsta árið. Það er ljóst að hennar orka hefur farið í að framleiða seiði. Ég er viss um að hún kom líka í fyrrasumar. Hún hefur farið aðeins út í flóa og étið svolítið af sandsíli og bústað sig upp og gengið svo aftur og hrygnt. Nú er hún allavega að fara að hrygna í þriðja skiptið. Þetta er svo góð staðfesting á hvað borgar sig að leyfa þeim að lifa til að hrygna. Við höfum séð þetta áður hér í Húseyjarkvísl. Þá fengum við eitt árið 67 sentímetra hrygnu og ári síðar kom hún aftur og mældist þá 87 sentíetrar,“ upplýsti Sævar Örn í samtali við Sporðaköst í dag.

Rauð Sunray, heimagerð af Sævari. Ef þú átt leið í …
Rauð Sunray, heimagerð af Sævari. Ef þú átt leið í Húseyjarkvísl þá er þetta flugan í Gullhyl. Ljósmynd/SÖH

Varðandi hrygnuna sem virðist hvorki standast hann né rauðan Sunray sagði hann, „Ég á stefnumót við hana aftur á sama tíma að ári.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert